September í Shiraz fær góa dóma í Fréttablaðinu

September í ShirazPáll Baldvin Baldvinsson gefur nýjustu bók Handtöskuseríunnar, September í Shiraz eftir Daliu Sofer, góða dóma í Fréttablaðinu í dag: 

"Sagan var verðlaunuð og með réttu, en heimur hennar er liðinn og lifir þó líklega enn víða í hinum fjölþjóðlegu ...samfélögum Austurlanda nær. Lesturinn er því gefandi og lýsandi."

Smellið á hlekkinn hér að neðan til að skoða gagnrýnina (neðarlega hægra megin á bls. 20).

http://vefblod.visir.is/index.php?s=3447&p=81279

Smellið hér til að lesa meira um bókina: http://handtoskuserian.is/bok/6


Handtöskuserían er komin á Facebook!

Facebook lógó

Handtöskuserían er komin á Facebook! Þar er hægt að gerast vinur ("fan") Handtöskuseríunnar og fylgjast með nýjustu fréttum. 

Skoðaðu síðu Handtöskuseríunnar á Facebook.


Við tryggjum alvöru spillingu!

Sólgos

Morð og spilling í sænskum smábæ ... Nýjasta bók Handtöskuseríunnar, Sólgos, er komin út!

Lík manns liggur á kirkjugólfi í snævi þöktum smábæ í norðurhluta Svíþjóðar. Það er limlest. Hendurnar skornar af. Augntóftirnar tómar. Trúarlegt fórnarmorð kannski? Þannig hefst hin ógleymanlega glæpasaga Åsu Larsson, Sólgos, sem hlaut Sænsku glæpasagnaverðlaunin fyrir bestu frumraun og fer nú sigurför um heiminn.

Meira um bókina á vef Handtöskuseríunnar

…snilld Larsson ber hana beinustu leið í sænsku úrvalsdeildina.  - Expressen

…verðskulduð metsölubók.  - Aftonbladet

Margbrotið samsæri, óviðjafnanleg frásagnargáfa.  - Independent

Þýðandi: Eyrún Edda Hjörleifsdóttir


Þú getur unnið ferð til Barcelona: Sex and the City er komin út á íslensku

Beðmál í borginni Loksins, loksins er alþjóðlega metsölubókin Beðmál í borginni, eftir Candace Bushnell, komin út á íslensku! Bókin sem gríðarlega vinsælir sjónvarpsþættir og síðar kvikmyndin Sex and the City er sló hvert aðsóknarmetið á fætur öðru voru byggð á er nýjasta bók Handtöskuseríunnar.

Þeir sem skrá sig í Handtöskuseríuna fara sjálfkrafa í pott og eiga kost á að vinna þriggja nátta ferð fyrir tvo, flug og gistingu, til Barcelona með Heimsferðum.

Lestu meira um happdrættið hér ...


Richard og Judy leshringurinn

Hjónin Richard og Judy eru með vinsælustu sjónvarpsstjörnum Bretlands.

Árið 2004 settu þau á laggirnar, í anda Oprah Winfrey, bókaklúbb þar sem þau fjalla um það nýjasta í bókaheiminum.

Vinsældir klúbbsins eru slíkar að nú er talað um að Amanda Ross, sem sér um að velja bækurnar í hann, sé ein áhrifamesta konan í breskum bókaiðnaði. Samkvæmt Guardian trónaði hún á toppnum í bókaiðnaðinum árið 2006 (sjá grein).

Nú stendur yfir val á sumarbók ársins í R&J bókaklúbbnum og eru átta bækur tilnefndar. Við höfum bætt við lista yfir bækur sem okkur finnst vera áhugaverðar eða sem við bloggum um hér vinstra megin á síðunni. Fyrstu átta bækurnar á þessum lista eru sumarbækur Richard og Judy leshringsins fyrir 2008 en þær má einnig sjá hér að neðan.

 Ef þið hafið skoðun á hver sé best, getið þið kosið hér:  http://www.richardandjudybookclub.co.uk

Richard%20and%20judy%20book%20club Richard%20and%20judy%20book%20club Richard%20and%20judy%20book%20club Richard%20and%20judy%20book%20club Richard%20and%20judy%20book%20club Richard%20and%20judy%20book%20club Richard%20and%20judy%20book%20club Richard%20and%20judy%20book%20club

Helmingi fleiri þýddar skáldsögur eftir karlmenn en konur!

Ef meðaltal síðustu þriggja ára er skoðað sést að einungis þriðjungur þýddra skáldsagna sem koma út á íslensku og eru til umfjöllunar í Bókatíðindum er eftir konur. Það koma því að jafnaði út helmingi fleiri þýddar skáldsögur eftir karlmenn á hverju ári en eftir konur. Handtöskuseríunni er ætlað að vera framlag til þess að bæta úr þessu.


mbl.is 4,6 bækur á hverja þúsund íbúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eiga Barack Obama og Animal Farm George Orwells sameiginlegt?

Animal farm1984

Bókaútgáfan Penguin heldur úti skemmtilegu bloggi og í nýlegri færslu er fjallað um bókakápur og káputexta. Tilefnið er endurútgáfa Penguin á meistaraverkum George Orwells; Animal farm og 1984. Hönnunin á bókakápum þessarar endurútgáfu eru magnaðar en þær eru hér til hægri. Stærri útgáfur af kápunum má sjá í greininni sjálfri.

Kápurnar voru hannaðar af Shepard Fairey sem hannaði m.a. nýlega plakat fyrir kosningaherferð Barack Obama, en hvort forsetaefni Bandaríkjanna vill hafa plaköt af sér í sovéskum stíl eða ekki skal ósagt látið.


Ný heimasíða - viltu vinna Louis Vuitton handtösku?

Handtöskuserían

Í tilefni þess að ný og endurbætt heimasíða Handtöskuseríunnar hefur verið sett í loftið á slóðinni www.handtoskuserian.is höfum við ákveðið að stofna til handtösku-happdrættis. Þeir sem gerast áskrifendur að bókaseríunni eiga kost á að vinna glæsilega Louis Vuitton handtösku!


Næsta síða »

Um bloggið

Handtöskuserían

Höfundur

Handtöskuserían
Handtöskuserían

 

 

 

 

Bloggi þessu er haldið úti af aðstandendum Handtöskuseríunnar sem er ritröð þýddra skáldsagna eftir konur (sjá nánar www.handtoskuserian.is). Hér verður fjallað almennt um bækur og bókaútgáfu.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband